23.1.2011 | 14:39
Stormurinn
Birgitta sagði um fund tölvu í húsakynnum Alþingis að það mál væri stormur í vatnsglasi.
Henni finnst það vera stórmál einhver skuli á fölskum forsendum smygla sér inn í aðgerðarsamtök.
Það verður að segjast eins og er að gildismat Birgittu er vægast sagt umdeilanlegt og ég spyr, á hvaða forsendum er Birgitta á Alþingi? Henni finnst það hámark óréttlætis að rétta yfir fólki sem ræðst inn í Alþingi til að trufla störf þess.
Alþingi Íslendinga er ekki hátt skrifað hjá henni þegar kemur að réttindum þess.
Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í hvaða heimi býr fólk eiginlega? Það er eins og enginn fatti hversu alvarlegt það er að erlent ríki skuli hafa sent hingað njósnara til að hafa eftirlit, meðal annars með íslenskum ríkisborgurum. Á Íslandi er það EINGÖNGU lögreglan sem hefur lagaheimild til slíkrar starfsemi og þá aðeins með opinberum dómsúrskurði þar að lútandi. Án slíkrar heimildar eru njósnir um einkahagi fólks á Íslandi kolólöglegar, auk þess sem slíkt felur í sér gróft brot á fullveldi íslenska ríkisins ef njósnarinn er á vegum annars ríkis. Hafi lögreglan vitað af erlendum njósnara á íslensku yfirráðasvæði er mesti skandallinn að hann skuli ekki hafa verið handtekinn og vísað úr landinu umsvifalaust. Hafi einhver íslenskur ríkisborgari vitað af njósnaranum og jafnvel aðstoðað hann við iðju sína, þá eru það enn fremur landráð skv. 10. kafla almennra hegningarlaga!
Miðað við þessa, sem og aðra framkomu breskra yfirvalda gagnvart hagsmunum íslenska ríkisins undanfarin misseri, hlýtur að vekja furðu að ekki sé löngu búið að gera breska sendiherrann og allt hans fylgdarlið brottrækt. Það sem ríður mest á er hinsvegar að rannsakað verði hvort umræddur njósnari hafi á einhverjum tímapunkti borið vopn hér á landi, því ef svo er felur það í sér stríðsverknaði ("act of war") sem samkvæmt 5. grein stofnsáttmála NATO kallar á viðbrögð ekki eingöngu frá Íslandi heldur bandalagsþjóðunum öllum. Með öðrum orðum þá væri komin upp sú einkennilega staða að Bretland væri komið í stríð við ekki bara sjálft sig heldur allar svokallaðar "vinaþjóðir" sínar. Bresk stjórnvöld hafa reyndar lengi verið í óopinberri styrjöld gagnvart þjóð sinni og reyndar flestum öðrum, en neita þó ávallt að viðurkenna það.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 17:35
Góður pistill, Kristinn, stuttur og gagnorður. Taktu ekki mark á þvaðrinu í honum Guðmundi, hann er gjammandi á öllum bloggsíðum en enginn hlustar á hann.
Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.