Ögmundur blómstrar

Ögmundur Jónasson var á stöð 2 í kvöld ásamt fleirum að ræða atvinnumálin. Ég tók sérstaklega eftir því að hann sá lausnir í atvinnutækifærum á vegum hins opinbera sem hann segist vera að skoða í sínu ráðuneyti. Hjá hinu opinbera!!!. Hjálpi mér allir himnar

Hann sér tækifæri í höfninni í Helguvík. Ekki er enn ljóst hvaða starfsemi höfnin á að þjóna. Eftir allan þennan tíma, eru þetta virkilega lausnirnar sem mönnum dettur í hug?

Síðan klikkir hann út með það að undanfarnar ríkisstjórnir hafi hlustað á ráðleggingar samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs. Þetta séu aðilarnir sem hafi fagnað áætlun AGS og vildu skera hraðar niður í opinberum rekstri. Þetta séu aðilarnir sem hafi hátt núna vegna framkvæmdarinnar.

Ég hef nú ekki orðið var við það að SA eða Verslunarráðið sé að kvarta yfir niðurskurði hjá hinu opinbera. Það eru íbúarnir í landinu sem eru að kvarta undan skertri þjónustu og mótmæla. Það hefur kannski farið framhjá Ögmundi?

Hins vegar vilja SA og önnur samtök atvinnurekenda auka umsvif í þjóðfélaginu til að auka tekjur ríkisjóðs. Það hefur kannski líka farið framhjá Ögmundi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að halda því fram að atvinnuuppbygging valdi kreppu er út í hött.

Ögmundur gaf það í skyn að orsök kreppunnar væri vegna þess að fyrri ríkisstjórnir hefðu hlustað á og farið eftir tilögum SA og fleiri samtaka um atvinnuuppbyggingu á undanförnum árum.

Hann heldur kannski að störf hjá ríkinu veiti okkur gjaldeyrir.

Ögmundur Jónasson á bágt, hann er kominn með stólsýkina, hefur smitast af formanni sínum!

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband