Heilagt stjórnlagaþing og Jóhanna

Forsætisráðherra fór mikinn í ræðustól á Alþingi í dag. Það hefði farið betur á því ef hún hefði undanfarin tvö ár notað þennan kraft til að tala máli þjóðarinnar útávið.

Kosning til stjórnlagaþings er enn ein klúðurrósin í hnappagat núverandi framkvæmdavalds. Það er ótrúegt að sjá hvernig forsætisráðherra og fleiri hamast á andstæðingum stjórnlagaþings því framkvæmdin sem dæmd var ógild hefur ekkert með stjórnlagaþingið sjálft að gera. Að sjálfsögðu vill forsætisráðherra og fleiri ekki ræða málið á grunni framkvæmdarinnar heldur dreifa athyglinni frá klúðrinu.

Það kemur ekki á óvart að Jóhanna vilji helst reyna að framkvæma stjórnlagaþingið þrátt fyrir ágalla á kosningunni. Hún vill helst meta það sjálf hverju sinni hvað er löglegt og hvað er ólöglegt. Hún hefur bæði brotið gegn stjórnarskránni og lítisvirt hana. Ráðning norsks ríkisborgara sem Seðlabankastjóra var stjórnarskrárbrot. Jóhanna varði sig með orðhengilshætti og sá enga ástæðu til að leyfa stjórnarskránni að njóta vafans. Kosning um Icesave samninginn fór í ferli sem stjórnarskráin krafðist eftir að forseti neitaði að skrifa undir. Allir muna hvernig Jóhanna niðurlægði það stjórnarskrárbundna ferli með ummælum og athöfnum. Ég spyr, ef breytingar á stjórnarskrá verða samþykktar mun Jóhanna virða hana eitthvað frekar? Ég held ekki.

Ögmundur Jónasson leggur mikla áherslu á að gera sem minnst úr ágöllum kosningarinnar og talar af léttúð um pappaspjöld og límbönd. Það hefur enginn hagnast vegna þessara ágalla segir hann. Þetta sýnir enn og aftur að núverandi stjórnvöldum finnst það ekkert mál að sniðganga leikreglur réttar og lýðræðisríkis. NAUÐSYN BRÝTUR LÖG. Það virðist vera inntakið í flestu sem gert er nú til dags.

Það er dæmalaust að innanríkisráðherra skuli reyna að réttlæta brot á leikreglum um kosningar. Kosningaréttur er mikilvægasti réttur hvers manns í lýðræðisríki og það er ótrúlegt að yfirmaður dómsmála skuli vilja fá afslátt frá reglum um þann rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband