Bjarghringur?

Mikið held ég að þetta Magma mál eigi eftir að reynast vinstri mönnum á Íslandi happadrjúgt. Þeir berjast sem aldrei fyrr gegn öllu sem útlent er og þeim gengur ágætlega að fæla frá áhugasama fjárfesta.

Lýðskrumið í kringum þetta mál er með ólíkindum. Ríkisstjórnin gerir ekkert svo mánuðum skiptir og tekur síðan við mótmælum úr hendi Bjarkar Guðmundsdóttur með fögnuði . Síðan er tekin söngæfing  með söngfuglinum og nú syngur hann erlendis sinn skilning á þeirri  æfingu sem sé að þessi sala verði ógild eða fyrirtækið tekið eignarnámi.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi að fela ráðherra að semja við Magma um styttri leigutíma á nýtingaréttinum. Ætli þetta hafi komið fram á söngæfingunni?

Framkvæmdavaldið í hnotskurn. Eitt í dag og annað á morgun. Þetta er Ísland í dag.


mbl.is Magma reiðubúið til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband