Fundarstjórn Forseta Íslands

Þessi skoðanamunur er gott dæmi um það hvað það er fráleit að setja tillögur stjórnlagaráðs beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þótt sú atkvæðagreiðsla yrði alltaf bara ráðgefandi vegna ákvæða í gildandi stjórnarskrá, þá verður að fara fram umræða og nánari skoðun á einstökum greinum.

Í tillögu stjórnlagaráðs segir; "Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra." Hvernig Eiríkur Bergmann túlkar þessi orð sem fundarstjórn gefur klárlega ástæðu til að endurskoða orðalagið.

Vilja menn virkilega að svona lagað fari óbreytt í þjóðaratkvæði?

Það er fleira í tillögunum sem verður að ræða nánar og mér finnst þeir meðlimir stjórnlagaráðs sem krefjast þess að tillögurnar fari beint í þjóðaratkvæði taka æði stórt uppí sig.


mbl.is Alþingi kýs forsætisráðherra án atbeina forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband