Svandís tefur áfram

Það er með ólíkindum að umhverfisráðherra skuli endalaust komast upp með þessa þvermóðsku sína er varðar nánast allar framkvæmdir sem inn á hennar borð koma. Það er sérstakt umhugsunarefni af hverju umhverfisráðherra getur yfirleitt stöðvað framkvæmdir á grundvelli þess hver greiðir fyrir skipulagsvinnu. Þetta atriði hefur ekkert með umhverfismál að gera og sýnir svart á hvítu að hún er staðráðin í að stöðva þetta mál, hvort sem umhverfinu stendur ógn af því eða ekki. Hjá VG hefði þetta einhvern tíma flokkast undir valdníðslu af verstu tegund en það gilda greinilega önnur lögmál þegar VG er við stjórnvölinn. Hefði svona nokkuð gerst þegar VG var í stjórnarandstöðu þá sé ég fyrir mér Svandísi, Steingrím J, Ögmund og hvað þau nú öll heita með andarteppu af hneykslun yfir þessum ósóma.

Því miður hefur Svandís Svavarsdóttir gengið fram af mörgu skynsömu fólki sem sem vill taka þátt í umræðu um umhverfismál. Þessi gjörningur snýst ekki um umhverfismál heldur um ofstæki ráðherra gegn þessum framkvæmdum í Flóahreppi.


mbl.is Svandís svarar Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þessa stæla afgreiði  ég eins og þau gera ef að þeim er fundið: Hún er enn í fýlu vegna aðfinnsla á Svavars-samningnum svonefnda,hefnd! Láta  það bitna á atvinnuuppbyggingu svo komi að því að fólk láti undan og samþykki allt sem þeim hugnast,MEÐAN ÞAU ERU VIÐ VÖLD.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband