Færsluflokkur: Bloggar

Feigðarflan

Sérstakur málsvari og skjólstæðingur forsætisráðherra í Seðlabankanum bendir á grundvallaratriði í feigðarflani Samfylkingarinnar. Hann talar varlega og það er alveg ljóst að þetta er miklu stærra axarskaft en hann lætur í veðri vaka. Þetta er fjarri því það sem landslýður vill.
mbl.is „Talsverð áhætta“ vegna fiskveiðifrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáunarverður árangur

Ríkisstjórnin segist hafa verið vakin og sofin yfir því að bjarga íslenskum fyrirtækjum og heimilum í tvö ár. Árangurinn talar sínu máli. Tímanum hefur verið eitt í að finna deiluefni sem geta yfirgnæft vanmátt ríkisstjórnarinnar við lausn verkefnisins.
mbl.is 1500 fyrirtæki stefna í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhald

Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið og neita staðfastlega að viðurkenna það. Við aukum ekki hagvöxt með undirskriftunum og loforðum sem ekki er staðið við. Það er ömurlegt að fylgjast með algjöru úrræðaleysinu á meðan heimilum og fyrirtækjum blæðir út.
mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnalegt stolt

Mörður er stolt Sf þegar kemur að málefnalegum umræðum. Aumlegra verður það varla
mbl.is Kallaði þingmenn „grátkonur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttaleið

Jóhanna sagði að lausnin byggði á sáttaleiðinni svokölluðu. Mikið var, þetta er búið að velkjast í stjórnarflokkunum misserum saman og haldið þessum atvinnuvegi og afleiddri þjónustu algjörri óvissu. Betur hefði farið á því að þetta hefði verið ljóst fyrir svo sem 3.mánuðum. Þá hefði taugaspennan í kringum kjarasamningana ekki verið svona mikil. Steingrímur sagði reyndar eitthvað svipað í fyrra um að ekki stæði til að kippa grundvellinum undan sjávarútveginum. En Sf virtist ekki geta hugsað sér að semja um málið. Hún vildi eins og venjulega ráða þessu einhliða. En gott að þetta er þó á réttri leið.
mbl.is „Verður sjálfsagt enginn sáttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt af ASÍ

Nú ætlar ASÍ að taka kjaraviðræður í gíslingu af því að eitt fyrirtæk,i sem er í allt annarri stöðu en fyrirtæki á Íslandi almennt, getur borgað góð laun. Það er augljóst að ASÍ ætlar að halda áfram á sömu braut og ríkisstjórnin að stofna til deilna til að draga athygli frá aðalatriðunum.

Skammarlegt


mbl.is Beita þarf verkfallsvopninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur vitnisburður um verkalýðsfélög

"Nú er einfaldlega komin upp ný staða og nýr tími". Hvaða endemis bull er þetta. Loksins þegar stjórnvöld verða við þeirri sjálfsögðu beiðni að sjávarútvegur fái vitneskju um að geta staðið við samninga þá ætla eigendur verkalýðsfélaga að taka kjarasamninga í gísingu. Verkalýðsfélög eru orðin dapurleg tímaskekkja. Þau eru rekin af vinstra liði sem hefur ekki stunið upp neinu af viti á meðan ríkistjórn þessa lands horfir á á meðan heimilum og fyrirtækjum blæðir út.

Ömurlegur vitnisburður.


mbl.is Ný staða og nýr tími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis mál

Þetta er ágætismál svo fremi að þetta sé viðbót við það fjármagn sem þegar er ætlað til samgangna. Yfirleitt er það svo að þeir sem vilja veg almenningssamgangna sem mestan finnst sjálfsagt að aðrir þættir samgangna líði fyrir það.


mbl.is Milljarður á ári í samgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Borgarstjóri

Í fréttum RÚV var sýnt úr ræðu Hæstvirts Borgastjóra. Hann sagði að vonir fyrrum stjórnenda um erlent lánsfé virtust byggðar á óskhyggju og jafnvel afneitun. Og síðar sagði hann að öll teikn væru á lofti um að stjórnendum hefðu ekki gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins og það sem verra væri, þeir virtust ekki hafa hugmynd um hvernig ætti að stýra fyrirtækinu út úr vandanum.

 Ja hérna. Er kominn nýr borgarstjóri sem hefur vit á rekstri? Er þetta sami borgarstjóri sem í haust skildi ekki einföldustu atriði í rekstrar og efnahagsreikningi?

 Jú ég get fyrirgefið kjósendum Besta Flokksins því þeir eru orðnir sárafáir sem ekki skammast sín fyrir að hafa kosið þetta yfir sig.

 


VANHÆF RÍKISSTJÓRN, VANHÆF RÍKISSTJÓRN

Þetta var frasi sem vinstri róttæklinga hrópuðu á Austurvelli haustið 2008. Hvar skyldi  þetta fólk vera núna. Telur það þessa ríkisstjórn hæfa til að stjórna landinu? Hvers á 60% þjóðarinnar að gjalda sem ekki styður þessa ríkistjórn? Hvers á 80% þjóðarinnar sem ekki ber traust til forsætisráðherra að gjalda?

Þessi ríkisstjórn kemur engu til leiða nema leiðindum og deilum.

Guð hjálpi okkur.


mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband