Friðunarstefna

 "algjört grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin – grænt framboð stjórni og nái að koma þessum málaflokki í skjól undan ráðandi öflum nýtingar og gróðasjónarmiða"

Þýðir þetta algjöra friðunarstefnu og að engin orka verði nýtt til hagsbóta fyrir þjóðina?

Við skulum taka eftir því að í tilkynningu VG eru orðin nýting og gróðasjónarmið lögð að jöfnu og það er það skelfilega við þetta allt saman.

"gróðasjónarmið" er í eyrum VG eitthvert almesta skammaryrði sem til er og nú er nýting orðið það líka.

Hvort sem VG líkar betur eða verr verður að hugsa allar framkvæmdir sem einhverskonar hagsbætur í huga. Við framkvæmum ekkert nema að einhver hafi af því hagsbætur því annars væri framkvæmdin algjörlega tilgangslaus. VG lítur svo á að þau séu einu handhafar réttlætisins þegar kemur að því að meta það hverjir skulu hafa hagsbætur af einhverju sem gera skal.

Ofstækið ríður ekki við einteyming


mbl.is Málþing VG um umhverfismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband